Safnið er stofnað árið 1959 og er starfssvæði þess Akranes og Hvalfjarðarsveit. Markmið sjóminjadeildar safnsins er að safna, skrá, varðveita, rannsaka og sýna minjar sem tengjast sjó og sjómennsku frá byggðarlaginu.
Í safninu er að finna muni sem tilheyra sjósókn og vinnslu sjávarafla. Einnig eru þar verslunarminjar og hlutir sem tilheyra ýmsum greinum iðnaðar og lækninga frá fyrri tíð. Sjóminjasafnið er í gömlu verslunarhúsi, Gömlu búð, sem var byggt 1816.
Lesa meiraÍ safninu eru munir frá Eyrarbakka með áherslu á sjósókn. Stærsti og merkasti gripurinn er áraskipið Farsæll, sem Steinn Guðmundsson á Eyrarbakka smíðaði 1915.
Lesa meiraBátar, líkön, veiðarfæri, siglingatæki og annað sem tilheyrir siglingum, sjósókn og verkun sjávarafla.
Á safninu eru 60 vélar af ýmsum gerðum, mest litlar bátavélar. Elst er Scandia glóðarhausvél frá 1920.
Markmið safnsins er að varðveita og miðla fróðleik um horfin vinnubrögð til sjós og lands með megináherslu á Vestfirði og Breiðafjörð. Í safninu er fjöldi muna sem tengjast nytjum hlunninda, árabátaútgerð og fyrstu árum vélvæðingar í sjávarútvegi.
Lesa meiraMarkmið Sjóminjasafnsins er að safna, skrásetja, varðveita og sýna muni, myndir og gögn sem tengjast sjósókn og sjávarnytjum við Skjálfanda og á nærliggjandi svæðum. Tilgangurinn er að fólk skilji betur hvernig forfeðurnir lifðu af því sem sjórinn gaf og hversu stóran þátt sjávarnytjar áttu í því að tryggja afkomu fólks fyrr og síðar.
Lesa meiraÍ Neðstakaupstað á Ísafirði stendur elsta húsaþyrping landsins. Þetta eru fjögur hús sem öll voru byggð af dönskum einokunarkaupmönnum á 18. öld. Í yngsta húsinu, Turnhúsi, hefur Byggðasafn Vestfjarða sett upp sýningu á sjóminjum þar sem sjá má fjölda gripa sem tengjast fiskveiðum og fiskvinnslu frá öndverðu til okkar daga.
Lesa meiraSafn um innreið nútímans áratugina kringum 1900. Munir, myndir og gögn sem lýsa vélvæðingu bátaflotans, sögu útgerðar, verslunar, lækninga og skipasmíða.Vjelasmiðja Jóhanns Hanssonar frá 1907 - fyrsta vélsmiðjan á Austurlandi og leiðandi í vélvæðingu fiskiskipaflotans.
Lesa meiraSíldarminjasafnið er eitt stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins og fjallar um þann kafla Íslandssögunnar sem oft hefur verið nefndur síldarævintýrið – þegar síldin var einn helsti örlagavaldur þjóðarinnar.
Lesa meiraSafnið er alhliða sjóminjasafn á besta stað við höfnina. Stærsta sýning safnsins er Togarar í hundrað ár. Smærri sýningar eru settar upp tímabundið. Ný stórsýning opnaði í árslok 2007: Reykjavíkurhöfn 90 ára. Safnið gengst fyrir dagskrám á Hátíð hafsins, safnanótt, menningarnótt o.s.frv.
Lesa meiraÍ Sjóminjasafninu í Sjómannagarðinum á Hellissandi eru varðveitt tvö áraskip áttæringarnir Bliki og Ólafur Skagfjörð.
Lesa meira