Byggðasafn Vestfjarða
Byggðasafn Vestfjarða
-
Byggðasafn Vestfjarða
- Turnhús, 400 Ísafjörður
- Netfang: byggdasafn [hjá] isafjordur.is
- Vefur: www.nedsti.is
Í Neðstakaupstað á Ísafirði stendur elsta húsaþyrping landsins. Þetta eru fjögur hús sem öll voru byggð af dönskum einokunarkaupmönnum á 18. öld. Í yngsta húsinu, Turnhúsi, hefur Byggðasafn Vestfjarða sett upp sýningu á sjóminjum þar sem sjá má fjölda gripa sem tengjast fiskveiðum og fiskvinnslu frá öndverðu til okkar daga. Utan við safnið er fiskreitur, þar sem saltfiskur er sólþurrkaður, og nokkrir bátar. Á svæðinu er eldsmiðja og slippur á vegum safnsins og ennfremur veitingastaður, Tjöruhúsið.