Kirkjuhólsviti
Kirkjuhólsviti
Kirkjuhólsviti fyllir flokk hinna svokölluðu brúarvita sem svo eru kallaðir vegna þess að lag þeirra þykir minna á skipsbrú. Í vitum af þessu tagi eru ljóshús og vitaturn sambyggð.
Vitinn var byggður árið 1952 eftir teikningum Axels Sveinssonar verkfræðings. Hann var húðaður með ljósu kvarsi í upphafi en hefur verið kústaður með hvítri sementsblöndu.
Gasljós var í vitanum í byrjun, magnað með linsunni sem áður var í eldri Akranesvitanum. Sett var rafljós í vitann árið 1980 og var þá skipt um linsu.
Bjargtangaviti og Kirkjuhólsviti eru byggðir eftir sömu teikningu.