Arnarstapaviti
Arnarstapaviti
Vitinn er 3 m hátt steinsteypt hús af brúarvitagerð þar sem ljóshúsið er innbyggt. Vitinn var byggður árið 1941 eftir teikningum Axels Sveinssonar verkfræðings og var upphaflega með svörtum og gráum láréttum böndum. Tvö þeirra eru innfelld og voru þau húðuð með hrafntinnu en ljósir fletir vitans með ljósu kvarsi. Nú hefur vitinn verið kústaður með hvítri sementsblöndu.
Gasljós var í vitanum í upphafi, magnað með 250 mm linsu. Vitinn var rafvæddur árið 1972.