Fransmenn á Íslandi
Fransmenn á Íslandi
-
Fransmenn á Íslandi
- Búðavegi 8
750 Fáskrúðsfjörður
Um safnið
Á safninu Fransmenn á Íslandi er saga franska skútusjómanna á Íslandi rakin á fjölbreyttan hátt. Blómatími þeirra hér við land var frá fyrri hluta 19. aldar til 1914, á þeim árum voru hér árlega 5000 menn að veiðum. Á Fáskrúðsfirði reistu Frakkar sjúkraskýli, sjúkrahús, kapellu og hús fyrir konsúlinn. Allar þessar byggingar standa enn.
Notalegt kaffihús með frönskum blæ.