Síldarminjasafn Íslands
Síldarminjasafn Íslands
-
Síldarminjasafn Íslands
- Snorragötu 10, 580 Siglufjörður
Sími: 467 1604 / 863 1605 - Netfang: safn [hjá] sild.is
- Vefur: www.sild.is
Síldarminjasafnið er eitt stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins og fjallar um þann kafla Íslandssögunnar sem oft hefur verið nefndur síldarævintýrið – þegar síldin var einn helsti örlagavaldur þjóðarinnar.
Í Róaldsbrakka, norsku síldarhúsi frá 1907, er söltunarstöðin. Þar er sýnd síldarsöltun og slegið upp bryggjuballi á sumrin.
Í Gránu er sýning um sögu bræðsluiðnaðarins sem var kallaður fyrsta stóriðja Íslendinga.
Í Bátahúsinu liggja skip og bátar við bryggjur.
Síldarminjasafnið hlaut Íslensku safnverðlaunin 2000 og Evrópuverðlaun safna 2004,sem besta, nýja iðnaðarsafn Evrópu.