Stykkishólmsbær
Stykkishólmsbær
Frá 1585 til 1602 ráku þýskir kaupmenn verslun í Nesvogi er kaupskapur fluttist til Stykkishólms. Milli Hjallatanga og Búðaness gengur lítill en djúpur vogur og hefur líkum verið leitt að því að þar hafi Nesvogur verið. Í Búðanesi er tóft sem talin hefur verið leifar verslunarbúðar, 16 m löng með útbyggingu á suðurhlið. Tóft þessi var friðlýst 1928.