Flatey á Breiðafirði

Flatey á Breiðafirði

Nokkuð er um stór mannvirki í Flatey, og þá sérstaklega minjar sem tengjast sjósókn. Elst þeirra er Silfurgarður sem Guðmundur Scheving kaupmaður lét byggja fyrir mynni Grýluvogs og þótti mikið stórvirki á þeim tíma, en verkinu lauk 1833. Nafn sitt hlaut garðurinn af því að Guðmundur greiddi verklaun daglega í silfri. Um flóð er örugg höfn í Grýluvogi en hann þornar á fjöru. Garðurinn var friðlýstur árið 1975.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica