Hrafnsfjarðareyri
Hrafnsfjarðareyri
Á Skipeyri við botn Hrafnsfjarðar er rúst svo nefndrar "Írsku-Krambúðar". Í ferðabók Ólafs Olaviusar frá um 1770 til 1780 er sagt að þar hafi síðast verið ensk eða írsk skip 69 árum fyrr eða upp úr 1700. Rústin er vel greinileg. Friðlýst 1929.