Hólar
Hólar
Í Dritvík var lengi stærsta útver landsins og reru þaðan 70 til 80 skip með um 500 til 600 vermönnum þegar þeir voru flestir. Þar eru rústir fiskreita, fiskgarða og fiskbyrgja en minjar verbúða eru fáar, þar sem legið var við í tjöldum, auk svokallaðs völundarhúss úr grjóti. Völundarhúsið var að sögn byggt af sjómönnum þeim til skemmtunar. Saga Dritvíkur hófst á miðöldum og lauk 1861, en þá gengu þaðan aðeins tveir bátar. Minjarnar voru friðlýstar árið 1928.