Gufuskálar
Gufuskálar
Í fjörunni á Gufuskálum er Gufuskálavör með afar greinilegum kjölförum á steinum. Ofan við vörina eru leifar verbúða. Í Bæjarhrauni fyrir ofan og vestan Gufuskála er fjöldi fiskbyrgja sem eru talin vera 500 til 700 ára gömul. Þessar minjar voru friðlýstar 1969.