Gásir
Gásir
Á Gásum við Hörgárósa er að finna mestu minjar miðaldakaupstaðar á Íslandi. Þar eru fleiri tugir búðatófta og standa flestar í tveimur eða þremur röðum meðfram stígum eða götum samsíða ströndinni. Skammt vestan við aðaltóftasvæðið eru rústir kirkju í hringlaga garði. Talið hefur verið að byggingarnar hafi aðeins verið notaðar meðan á kaupskap stóð yfir sumartímann. Staðurinn var friðlýstur árið 1930. Umfangsmiklar fornleifarannsóknir fóru fram á Gásum 2001-2006.