Raufarhafnarviti
Raufarhafnarviti
Raufarhafnarviti var byggður árið 1931 eftir teikningu Benedikts Jónassonar verkfræðings. Vitinn er steinsteyptur með sívölu sænsku ljóshúsi. Gasljós var í honum fram til 1963 að hann var rafvæddur.
Raufarhafnarviti var upphaflega hvítur að lit en var málaður gulur á 7. áratug 20. aldar. Að litaskiptunum fráteknum heldur hann vel upprunalegu útliti sínu sbr. Hegranesvita sem byggður er eftir sömu teikningu.