Hríseyjarviti
  • Hrisey-vef

Hríseyjarviti

Vitinn var byggður árið 1920 eftir teikningu verkfræðinganna Thorvalds Krabbe og Guðmundar J. Hlíðdal. Ljóshúsið er áttstrent, smíðað á Íslandi. Gasljós var í vitanum fram til ársins 1987 að hann var rafvæddur.

Upphaflega var vitinn hvítur að lit og rauð rönd um hann miðjan. Hann var málaður gulur á sjöunda áratug 20. aldar eins og flestir þeirra vita sem ekki höfðu verið steinaðir utan.

Járnhandrið sem var í kringum svalir hefur verið tekið brott og er nú handrið úr álstoðum og timbri komið í staðinn. Að því fráteknu og litnum er útlit vitans lítið breytt frá upphafi. Hann nýtur nú friðunar.


Flýtival