Sýningar og setur
Selasetur Íslands
-
Selasetur Íslands
- Brekkugata 2
530 Hvammstanga
Sími: 451 2345 / 898 5233 - Netfang: selasetur [hjá] selasetur.is
- Vefur: www.selasetur.is
Í Selasetri Íslands á Hvammstanga er sýning og fræðslumiðstöð um seli við Ísland. Þar er að finna ýtarlegar upplýsingar um seli og hvar er hægt að sjá þá í náttúrulegu umhverfi. Á sýningunni er fjallað er um selveiðar og aðra hlunnindanýtingu sela við Ísland, útræði og búsetu við sjávarströndina
Sýningin er fjölbreytt, byggð á upplýsingaspjöldum, stórum myndum, uppstoppuðum dýrum og fræðslumyndböndum. Selasetrið rekur einnig upplýsingamiðstöð fyrir Húnaþing vestra. Á Vatnsnesi eru margir mjög aðgengilegir selaskoðunarstaðir og selaskoðunarbátur siglir frá Hvammstanga.