Um heimasíðuna Sjóminjar Íslands
Vefsíðan Sjóminjar Íslands var formlega tekin í notkun 20. júní 2009. Síðan er hugsuð sem sameiginleg og skipulögð kynning á því sem kalla má sjóminjar og sjóminjavörslu á Íslandi. Samband íslenskra Sjóminjasafna stendur að kynningunni með ómetanlegum stuðningi frá Safnaráði Íslands – án styrkja þaðan hefði hugmyndin ekki orðið að veruleika. Einnig var framlag Fornleifaverndar ríkisins og Siglingastofnunar Íslands mikilvægt
Þá hefur Þjóðminjasafn Íslands lagt verkinu lið með vinnu Ágústs Ó. Georgssonar, Síldarminjasafn Íslands og Byggðasafn Vestfjarða hafa líka lagt mikið af mörkum með vinnuframlagi forstöðumanna þessara safna, þeirra Örlygs Kristfinnssonar og Jóns Sigurpálssonar. Öllum þessum stofnunum eru færðar bestu þakkir.
Myndlistarmaðurinn Ágúst Bjarnason í Reykjavík teiknaði sjóminjkortið á forsíðu og hugbúnaðarfyrirtækið Hugsmiðjan annaðist tæknilega uppsetningu vefjarins.
Það er von þeirra sem að Sjóminjum Íslands standa að þetta verk verði til að styrkja stöðu minjavörslunnar í landinu um leið og öllu áhugafólki er veitt lágmarks fræðsla um þessi mál.
Líta ber svo á að þessi vefur sé verk sem sífellt má auka og bæta.
Ábendingar, upplýsingar og nýtt efni skal sent til eftirtalinna netfanga, merkt sjóminjakort.
jon@isafjordur eða safn@sild.is